Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Mikilvægt er að fyrirlesari á tölvu-
fíknarfyrirlestri sé tölvufíkill í bata.
Ef fyrirlesari hefur ekki tekist á við
tölvufíkn, þá nær hann síður til
þeirra sem sitja fyrirlesturinn.
Þetta er ítrekað sagt eftir fyrir-
lestrana sem Þorsteinn heldur.

Um fyrirlestrana - Markhópur - Um fyrirlesarann - Panta fyrirlestur

Panta fyrirlestur

Ef þú hefur áhuga á að panta fyrirlestur þá er gott að lesa vel upplýsingarnar hér fyrir neðan og hafa svo samband.

Þegar þú pantar fyrirlestur:
• Láttu fylgja með fyrir hverja fyrirlesturinn er og áætlaðan fjölda.
• Hvernig fyrirlestur viltu fá?
• Ef fyrirlesturinn er utan höfuðborgarsvæðis þarf að gera ráð fyrir ferðakostnaði og þá er oft gott að fá fleiri með. Annað hvort með því að halda einn stóran fyrirlestur og deila þannig heildarkostnaði eða halda nokkra smærri fyrirlestra og deila þannig ferðakostnaði. Gefinn er afsláttur ef pantaðir eru 5 eða fleiri fyrirlestrar.
• Láttu fylgja með hvenær best væri að halda fyrirlesturinn.

Til umhugsunar:
• Verður einhver eftirfylgni eftir fyrirlesturinn? Sumir skólar hafa sett af stað þemaverkefni, búið til bækling um tölvufíkn. Í Árborg fóru ungmenni af stað og sögðu sína sögu. Eftirfylgni er gríðarlega mikilvæg.
• Sumir skólar og sveitafélög hafa pantað árlega áskrift á fyrirlestrum. Í slíkum tilfellum er alltaf hægt að semja um verð.
• Verð á fyrirlestrum hefur ekki fylgt almennum verðhækkunum og hefur verðið ekkert hækkað síðan 2008 þrátt fyrir aukna aðsókn.