Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Í fyrstu voru fyrirlestrar eingöngu
fyrir unglinga en fljótlega fór það að
breytast. Í dag eru um 50% fyrir-
lestra fyrir unglinga og forráðamenn
þeirra.

Um fyrirlestrana - Markhópur - Um fyrirlesarann - Panta fyrirlestur

Markhópur forvarnarfyrirlestra gegn tölvufíkn

Fyrirlesturinn hentar vel fyrir unglingastig grunnskóla og foreldra barna á öllum stigum. Einnig hafa framhaldsskólar verið öflugir í forvarnarfræðslu.

Fyrir hverja eru fyrirlestrarnir?

Fyrstu fyrirlestrarnir voru aðallega hugsaðir fyrir unglinga í grunnskóla, þ.e.a.s. aldursbilið 13-15 ára. Eftir nokkra fyrirlestra var beðið um fyrirlestra fyrir foreldra barna á unglingastigi, síðan fóru framhaldsskólar að sækjast eftir þeim og í dag eru haldnir fyrirlestrar um land allt og fyrir breiðan hóp.


Unglingastig grunnskóla - Nemendur

Ofnotkun tölvu er mjög áberandi á unglingastigi grunnskóla og er þess vegna algengast að fyrirlestrar séu pantaðir fyrir þennan hóp. Í stórum skólum hafa verið haldnir fyrirlestrar fyrir hvern árgang eða eftir kyni. Minni skólar hafa valið að láta allt unglingastigið mæta í einu.

Mikilvægt að unglingar geri sér grein fyrir því hvað tölvufíkn er og hvert lífið stefnir ef ekkert er gert til að vinna bug á vandanum. Þessir fyrirlestrar sá fræjum í huga þeirra og eru mörg dæmi um að tölvufíklar stígi fram nokkrum mánuðum eftir fyrirlesturinn og segi þá sína sögu í kjölfarið.

Í fyrstu voru það námsráðgjafar og deildarstjórar sem sóttust mest eftir fyrirlestrum en það hefur færst svolítið yfir á unglingasmiðjurnar og þá í samstarfi við skólana.

Fyrirlestrar hafa ekki verið haldnir fyrir miðstig eða yngsta stig. Líklegast er betra að halda fyrirlestra fyrir foreldra barna sem eru á þeim stigum.


Unglingastig grunnskóla - Foreldrar

Foreldrar unglinga sækjast mikið eftir fyrirlestrunum í þeirri von að fá einhverja lausn á þeim vanda sem sumir standa frammi fyrir. Foreldrar eru sammála því að aukin vitneskja um tölvufíkn hjálpi þeim að vinna á vandanum. Þegar foreldrar sjá einkenni fíknar og samsama þau við ungmennin á heimilinnu, þá er reynt að grípa inn í með hjálp ráðgjafa í stað þess að gera ekki neitt.

Algengast er að námsrágjafar, unglingasmiðjur eða foreldrafélög panti fyrirlestrana.


Miðstig grunnskóla - Foreldrar

Fyrirlestrarnir henta vel foreldrum nemenda á miðstigi vegna þess að auðveldara er að setja mörk þegar börnin eru yngri. Þegar nemendur eru komnir á unglingastig verður róðurinn erfiðari.


Yngsta stig grunnskóla - Foreldrar

Ekki hafa verið haldnir fyrirlestrar fyrir þennan hóp en vegna fjölda ábendinga verður þessum hóp bætt við. Ein móðir sagði haustið 2013 þegar verið var að halda fyrirlestur unglingadeildar. "Ég hefði óskað að þessi fyrirlestur hefði verið í boði fyrir okkur þegar þú komst þarna um árið (2006). Þá var strákurinn að byrja í skólanum og ég hefði þá gjarnan vilja heyra það sem þú varst að segja núna."

Því fyrr sem byrjar er að stýra tölvunotkun barna á uppbyggjandi hátt, því betra.


Framhaldsskólar

Fyrirlestrar eru vinsælir hjá þeim skólum sem hafa fræðsluvikur, stundum nefndar tyllidagar o.s.frv. Í fyrstu var haldið að efni fyrirlestrarins myndi ekki ná til þessa hóps en því er fjarri. Þessi hópur sýnir í rauninni einn mestan áhuga á meðan á fyrirlestrinum stendur og í umræðum eftir fyrirlesturinn. Sumum finnst erfitt að láta tölvuna eða snjallsímann sinn vera á meðan á fyrirlestri stendur :)


Námsráðgjafar, kennarar, starfsmenn frístundaheimila, félagsmiðstöðva og frístundaklúbba

Mikilvægt er að þeir sem vinna með ungmenni, þekki einkenni fíknar svo hægt sé að grípa inn í vandann í samvinnu við foreldra. Ef nemendur eru vakandi yfir einkennum fíknarinnar en starfsmenn ekki, þá eru allar líkur á því of seint verði gripið inn í.


Símenntunarstöðvar

Hér er verið að ræða um fullorðið fólk sem þýðir að hópurinn er blandaður, þ.e.a.s. bæði barnafólk og ekki. Eftir þessa fyrirlestra hafa komið fram mjög gagnlegar athugasemdir sem renna stoðum undir mikilvægi þess að tölvufíkill miðli sinni reynslu. Í nóvember 2013 var þetta sagt, "Ég var á fyrirlestri í fyrra og þá kom maður sem sagði frá tölvufíkn og ég fann það strax að hann var ekki fíkill svo ég nennti ekki að hlusta á hann. Held að hann hafi verið sálfræðingur eða geðlæknir. Örugglega mikið vit í því sem hann sagði. En ég náði strax tengingu við þig og vissi þá að þú vissir hvað þú varst að tala um. Gott að vita að gamlingi eins og ég er ekki vonlaust 'case'."


Aðrir?

Forvarnarfyrirlestrar eru fyrir alla sem eru að vinna með tölvufíkn, sama í hvernig formi hún er. T.d. geta sálfræðingar og geðlæknar grætt á því að heyra hlið tölvufíkils í bata. Til gamans má geta að á síðu einni er sálfræðingur að vitna orðrétt úr forvarnafyrirlestri Þorsteins, sem sýnir að innihald fyrirlestranna gagnast fleirum en fíklum og aðstandendum þeirra.