Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Ef Þorsteinn hefði verið í vinnu með
250 kr á tímann og unnið þar í jafn
marga tíma og hann hékk í tölvunni,
þá hefði hann unnið sér inn 20 mill-
jónir... fyrir utan vexti.

Um fyrirlestrana - Markhópur - Um fyrirlesarann - Panta fyrirlestur

Upplýsingar um fyrirlesarann

Fyrirlesarinn hefur glímt við tölvufíkn frá unga aldri (1979). Hann miðlar reynslu sinni af fíkninni í þeirri von að hún geti orðið öðrum til góða.

Þorsteinn Kristjáns JóhannssonÞorsteinn K. Jóhannson fyrirlesari

Er dæmi um einstakling sem hefur þurft að glíma við tölvufíkn frá unga aldri. Það var ekki fyrr en um 34 ára aldur að hann áttaði sig á því að hann væri tölvufíkill og hefði litlu sem engu áorkað í lífinu. Fimm árum eftir að hann tók tölvuna úr fyrsta sæti gerðist margt gott í lífi hans.
Hægt er að sjá reynslusögu hans hér.

Staðan við 34 ára aldur (þegar Þorsteinn áttaði sig á fíkninni)
Fluttur aftur til forelda.
Skuldugur upp fyrir haus.
Ekki í sambúð.
Barnlaus.
Hafði lokið grunnskóla og flosnað fjórum sinnum upp úr námi eftir það.
Átti engar eignir nema tölvu.

Staðan við 39 ára aldur (5 árum eftir að hann tók á fíkninni)
Fluttur frá foreldrum :)
Skuldaði ekki krónu.
Verið í sambúð í 5 ár (sem var met).
Búinn að eignast 1 barn og 2 stjúpbörn.
Kláraði B.Ed. og M.Ed. í kennslufræðum. Kominn með grunnskóla og framhaldsskólaréttindi.
Búinn að kaupa nánast allt nýtt í íbúðinni.

Staðan við 44 ára aldur (10 árum eftir að hann tók á fíkninni)
Sama staða og við 39 ára nema...
Búinn að klára diplóma í M.Ed. stjórnunarfræði menntastofnanna.
Er að klára rafvirkjanámið sem hann byrjaði á 16 ára.
Á núna 2 börn.

Þorsteinn miðlar þessari reynslu í fyrirlestrum sínum í þeirri von að geta hjálpað öðrum. Ekki til þess að fá fólk til að hætta í tölvum eða forðast tölvur, heldur til þess að hjálpa því að gera sér grein fyrir því að það er til eitthvað sem heitir tölvufíkn og hvernig nota má tölvur á uppbyggjandi hátt. Ef hann hefði áttað sig á því fyrr að til væri eitthvað sem héti tölvufíkn, hefði hann geta byrjað mun fyrr að takast á við vandann.

Hann hefur nú haldið fyrirlestra um land allt (eða svo gott sem) fyrir unglinga og fullorðna. Þorsteinn hefur einnig komið fram í fjölmiðlum þegar verið er að fjalla um tölvufíkn og hefur verið fenginn til að ræða við smærri hópa á vegum geðheilbrigðissviðs en það eru ekki fyrirlestrar heldur miðlun á reynslunni.