Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Kveikjan að forvarnarfyrirlestrum
varð í Langholtsskóla 2006 þegar
deildarstjóri unglingastigs frétti af
því að Þorsteinn hefði náð tökum á
tölvufíkn sinni. Taldi hann að sú
reynsla gæti nýst öðrum og bað um
að fyrirlestur yrði gerður fyrir ung-
lingana í skólanum. Síðan þá hafa
verið haldnir fyrirlestrar um allt land
og fyrir mjög breiðan aldurshóp.

Um fyrirlestrana - Markhópur - Um fyrirlesarann - Panta fyrirlestur

Forvarnarfyrirlestrar gegn tölvufíkn

Þorsteinn hefur haldið fyrirlestra um tölvufíkn frá 2006. Hafa fyrirlestrarnir verið um land allt en mest á höfuðborgarsvæðinu.

Almennt um fyrirlestrana

Til eru tvær mismunandi útgáfur af forvarnarfyrirlestri. Báðir eru um 40-60 mínútur að lengd og síðan gefst kostur á fyrirspurnum í 20-30 mínútur.

Í öllum fyrirlestrum mun fyrirlesari tengja við eigin reynslu úr heimi tölvufíknar.

Fyrirlestur 1: Hvað er tölvufíkn og hverjar eru afleiðingarnar?
Hentar vel sem fyrsti fyrirlestur.
Farið er ítarlega yfir einkenni tölvufíknar, bæði andleg og líkamleg. Farið er vandlega yfir mismunandi gerðir tölvufíknar og síðan eru megináherslur fyrirlestrar dregnar saman á eina glæru. Að lokum er farið lauslega yfir leiðir til lausna.

Markmiðið er að opna augu hlustenda fyrir því að tölvufíkn er til og vonast er til að sú þekking verði fyrirbyggjandi.

Fyrirlestur 2: Orsakir tölvufíknar og ráðleggingar.
Hentar vel sem annar fyrirlestur eða þá sem fyrsti fyrirlestur fyrir aðstandendur eða starfsmenn sem starfa með ungmenni.
Farið er lauslega yfir helstu einkenni tölvufíknar. Skoðað vel hverjir eru líklegir til þess að þróað með sér slíka fíkn. Farið er lauslega yfir mismunandi gerðir tölvufíknar. Að lokum er farið ítarlega í ýmsar ráðleggingar fyrir tölvufíkla og aðstandendur þeirra.

Markmiðið er að hjálpa hlustendum að koma auga á mögulegar orsakir tölvufíknar og hvernig hægt er að takast á við fíknina.

Fyrirlestur 3: Fyrirlestur 1 og 2 saman.
Hægt er að fá báða fyrirlestrana saman í einn stóran fyrirlestur en þá þarf að gera ráð fyrir hléi á milli.