Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Sumir unglingar hafa sagt, "Já en
þessi einkenni eru bara venjuleg
einkenni á unglingum. Þetta er bara
rugl!". Þeir sem þetta segja eru að
misskilja þau einkenni sem hér er
rætt um. Auðvitað geta unglingar
verið þreyttir í skólanum, ljúga til
um tölvunotkun og reiðisköst svo
dæmi séu tekin. En hér er verið að
ræða um aukna þreytu vegna tölvu,
logið til um tölvunotkun vegna þess
að tölvunotkunin er komin yfir öll
velsæmismörk og reiðisköst tengjast
tölvunotkuninni.

Um tölvufíkn - Unglingar og börn - Fullorðnir - Tegundir - Ertu fíkill? - Ráðleggingar

Einkenni tölvufíknar hjá unglingum og börnum

Hér er í rauninni verið að tala um grunnskólanemendur. Erfitt er að greina fíkn hjá yngsta stigi en hún fer að koma betur í ljós á miðstigi.

Helstu einkenni

• Mest allur tími utan skóla er notaður í tölvur
• Mikil þreyta og jafnvel svefn á skólatíma
• Verkefni í skólanum hrannast upp
• Einkunnir lækka
• Logið til um tölvunotkun
• Tölvur teknar fram yfir að hitta vini
• Hætta fyrri áhugamálum eða tómstundum
• Skapstyggari án tölvunnar (jafnvel ofbeldi)
• Þola illa fyrirvaralausar breytingar á tölvunotkun

Sjá fleiri einkenni hér

Ýmsar ráðleggingar til foreldra og unglinga er að finna hér