Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Fíkn byggist í raun á þremur þáttum:
· Áráttu og þráhyggjuhegðun
· Áframhaldandi notkun þrátt fyrir
óhagstæðar afleiðingar
· Að missa stjórn
Þetta þrennt á við allar fíknir, þar
með talin tölvufíkn.

Um tölvufíkn - Unglingar og börn - Fullorðnir - Tegundir - Ertu fíkill? - Ráðleggingar

Almennt um tölvufíkn

Til eru aðilar sem halda því fram að tölvufíkn sé tilbúinn vandi en þeir sem virkilega hafa glímt við fíkn vita að þetta er alvörumál.

Hvað er tölvufíkn?

Einkenni tölvufíknar geta verið mismunandi milli manneskja en það eru nokkur atriði sem benda til þess að tölvunotkunin sé að verða vandamál. Fjöldi klukkutíma fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið.

Hafa ber í huga að mikil tölvunotkun þarf ekki alltaf að vera ávísun á tölvufíkn. Það eru afleiðingarnar sem eru besti vísirinn á hvort vandamál sé til staðar eða ekki. Einkenni ungmenna og fullorðinna eru aðeins frábrugðin en það eru nokkur atriði sem allflestir tölvufíklar eiga sameiginlegt.

• Setja sér engin mörk
• Missa tímaskyn eða gleyma sér í tölvunni
• Á erfitt með að klára verkefni í vinnu eða heima
• Eingangrun frá fjölskyldu og vinum
• Sektarkennd eða fer í vörn vegna tölvunotkunnar
• Afneitun þegar bent er á vandamálið
• Líður betur fyrir framan tölvuskjáinn

Sjá meira um einkenni unglinga hér

Sjá meira um einkenni fullorðinna hér

Undirliggjandi vandamál sem geta ýtt undir tölvufíkn

Hömlulaus tölvunotkun getur verið birtingamynd undirliggjandi vandamála. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þessum vandamálum svo hægt sé að vinna sérstaklega með þau.

Kvíði
Nota netið til að dreifa huganum og loka þannig á áhyggjur og ótta.
Þunglyndi
Tölvan getur verið notuð sem flótti frá þunglyndi en þá er hætta á að vítahringur myndist því að mikill tölvutími getur aukir á þunglyndið. Tölvufíkn getur svo leitt af sér einangrun og einmanaleika.
Streita
Margir nota netið til að losa um streitu nema hvað mikil tölvunotkun leiðir oft af sér meiri streitu.
Aðrar fíknir
Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem glíma við aðrar fíknir, t.d. alkóhólisma, lyfjafíkn, kynlífsfíkn eða matarfíkn, eru líklegri til að þróa með sér tölvufíkn.
Félagsleg einangrun
Netið býður upp á margvíslegar leiðir til að mynda félagsleg tengsl, t.d. í gegnum spjallþræði eða netleiki.
Vera utangarðs
Ekki ósvipað því að vera félagslega einangraður nema hér er verið að tala um þá sem finnast þeir ekki eiga samleið með öðrum og finna aðra á netinu sem eiga meira sameiginlegt.
Eiga illa heimangengt
Ýmislegt getur valdið því að erfiðara er að komast úr húsi. Dæmi um það eru aðilar sem hafa slasast, eignast börn, misst bílinn, flutt langt frá vinum og hreyfihamlaðir.

Ýmsar rannsóknir um tölvufíkn/netfíkn.
Athugið að nýjustu tölur eru frá 2009 en verið er að rannsaka breytingarnar sem hafa orðið með tilkomu snjallsíma og spjaldtölva.

• Netfíkn eða Internet Addiction Disorder (IAD) er skilgreint sem raunverulegt andlegt heilsufarsvandamál.
• 13,7% af fullorðnum tölvunotendum segjast eiga erfitt með að vera án netsins í nokkra daga.
• 12,3% finnst þeir þurfa að minnka tölvunotkun.
• 8,7% hafa reynt að fara leynt með eða fegra tölvunotkun sína.
• 5,9% finnst tölvunotkun hafa skaðað samskipti við sína nánustu.
• Netnotkun Bandaríkjamanna tvöfaldaðist á milli 2004 og 2009.
• Fólk er farið að vera tvisvar sinnum lengur á netinu en fyrir framan sjónvarpið.
• 84% sérfræðinga í geðheilbrigðismálum eru sammála því að tölvufíkn er raunverulegt vandamál.
• 30-40% af netnotkun í vinnu fólks tengist ekki vinnunni.
• 15% þeirra sem spila fjölspilunarleiki glíma við tölvufíkn.
• 10% háskólanema á Spáni ánetjast tölvunni.
• 10% ungmenna í Suður Kóreu ánetjast tölvunni.
• 8,2% Grikkja ánetjast tölvunni.
• 7% grunnskólanema í Kína ánetjast tölvunni.
• 6% ungmenna í Kína ánetjast tölvunni.
• 5% ungmenna í Finnlandi ánetjast tölvunni
• 4% ungmenna í Noregi ánetjast tölvunni.
• 3,9% ungmenna í Ítalíu ánetjast tölvu og eru drengir í meiri áhættu.
• 3,5% þýskra ungmenna ánetjast tölvunni.
• Talið er að í Evrópu glíma 1,5-3,5% við tölvufíkn.
• Unglingsstúlkur sem eru þunglyndar eða hafa lélega sjálfsmynd eru mun líklegri til að þróa með sér netfíkn.
• Hvatvís ungmenni sækjast meira í skotleiki.
• Sterk sjálfsmynd og góð félagsgreind minnka líkur á tölvufíkn.
• Kínversk rannsókn sýndi að ungmenni sem skilnaðarbörn eru í meiri áhættu.
• Kínversk rannsókn sýndi að unglingar sem hafa ánetjast netinu eru tvisvar sinnum líklegri að sýna sjálfsmeiðandi hegðun.

Sjá nánar um þetta hér.

Hér er nokkuð merkileg mynd með allskonar tölfræði.