Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Þegar talað er um tölvufíkn er ekki
óalgengt að fólk tengi hana við tölvu-
leikjafíkn. Málið er að tölvuleikjafíkn
er eingöngu sýnilegri því skólafólk
fær lélegri einkunnir eða hætta í
skóla. Til er önnur fíkn sem er mun
algengari og eru konur jafnt sem
karlar jafn líkleg að þróa með sér
þessa fíkn. Sú fíkn er kölluð hér
upplýsingafíkn en hún tengist snjall-
símum og vefsíðum eins og
Facebook.

Um tölvufíkn - Unglingar og börn - Fullorðnir - Tegundir - Ertu fíkill? - Ráðleggingar

Mismunandi tegundir tölvufíknar

Til eru margar tegundir tölvufíknar. Fyrirferðarmesta fíknin er tölvuleikjafíkn en til er önnur fíkn sem margfalt fleiri glíma við.

Tegundir net- og tölvufíknar

Netspilafíkn ( Online Gambling )
Þessi fíkn tengist aðallega spilafíkn og tölvan er tæki til að svala þeirri fíkn. Best er að hafa samband við GA Samtökin ef þetta er vandamál.

Kynlífsnetfíkn ( Cyber Sex )
Þessi fíkn tengist aðallega kynlífs- og sambandsfíkn. Best er að hafa samband við SLAA á Íslandi.

Sambandsfíkn ( cyber - relationships )
Ungar stúlkur eru sérstaklega berskjaldaðar gagnvart þessari fíkn. Mikilvægt er að tölvur séu aldrei í lokuðum rýmum til að milda afleiðingar þessara fíknar. Sambandsfíklar geta hangið tímunum saman á spjallþráðum og verðu eirðarlausir ef enginn nennir að spjalla. Að hluta til byggist þetta á kynlífs- og sambandsfíkn.

Tölvupóstfíkn ( aMail )
Þessi fíkn er ekki mjög algeng en hún einkennist aðallega af því að þurfa að skoða tölvupóstinn sinn, svo oft á dag að það er farið að trufla daglegt líf. Komist viðkomandi ekki á netið, þá getur kvíði gert vart við sig og önnur andleg streita.

• Verðbréfabrask-á-Netinu-fíkn ( Online stock trading )
Karlmenn eru algengari fórnalömb þessarar fíknar og þá nánast eingöngu fullorðnir. Að sumu leyti tengist þetta spilafíkn eða online gambling.

• Netuppboðsfíkn ( Online Auctioning )
Þeir sem eiga það til að ánetjast tölvum ættu að forðast síður eins og eBay. Þessi fíkn byggist á því að hanga klukkutímum saman og tilboðsvefum, bæði til að kaupa og selja.

• Upplýsingafíkn ( Information surfing )
Velkomin á Facebook og snjallsímavæðinguna. Með tilkomu þessarar tækni fer þessum tölvufíklum ört fjölgandi. Mjög ört. Þessi hópur er núna orðinn fjölmennasti hópur tölvufíkla.

• Leikjafíkn ( Computer games )
Tölvuleikir eru fyrirferðamiklir í augum foreldra og þeirra sem vinna með ungmenni. Sumir halda að tölvuleikir séu algengasta vandamál þeirra sem ánetjast tölvum en svo er ekki. Upplýsingafíkn er mun algengari.