Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Sumir segja að það sé orðið of seint
fyrir þá að takast á við tölvufíknina
því þeir séu búnir að eyðileggja svo
mikið með fíkninni. Glötuð tæki-
færi, líkami og sál illa farin, sam-
bönd við nákomna slitin ofl.
Þetta er ein algengasta sjálfs-
blekking fíkils. Það er aldrei of seint
að koma lífinu á réttan kjöl. Lesið
reynslusögu fyrirlesarans og sjáið
hvað gerðist hjá honum þegar hann
var 33 ára.

Um tölvufíkn - Unglingar og börn - Fullorðnir - Tegundir - Ertu fíkill? - Ráðleggingar

Einkenni tölvufíknar hjá fullorðnum

Margt svipar til einkenna hjá unglingum og fullorðnum en það er samt sem áður stigsmunur í sumum atriðum.

Helstu einkenni

• Öfgakenndar tilfinningar
• Viðkomandi er með tölvuna á heilanum
• Tölvunotkun eykst og fer að hafa alvarlegar afleiðingar
• Logið til um tölvunotkun
• Reiði, þunglyndi og kvíði koma upp þegar tölvan er fjarri
• Háir síma- og greiðslukortareikningar
• Hefur ekki stjórn á tölvunotkuninni
• Tölvan í staðin fyrir samband við maka

Sjá fleiri einkenni hér

Ýmsar ráðleggingar er að finna hér