Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

"Er ég fíkill?", "Er barnið mitt fíkill?",
"Er maki minn fíkill?" eru algengar
spurningar þegar ofnotkun á tölvu er
annars vegar. Þetta eru ekkert sér-
lega aðlaðandi spurningar en samt
sem áður mjög þarfar. Ef þessarra
spurningar er ekki spurt, eru
afskaplega litlar líkur á því að lausn
finnist á vandanum.

Um tölvufíkn - Unglingar og börn - Fullorðnir - Tegundir - Ertu fíkill? - Ráðleggingar

Ert þú mögulega tölvufíkill?

Ekki margir vilja ganga svo langt að kalla sig "fíkil" enda neikvætt orð.
En getur verið að það sé raunin? Skoðaðu vel upplýsingarnar hér.

Er tölvan farin að stjórna lífi þínu?

Hefur tölvan slæm áhrif á vini, skóla, vinnu eða fjölskyldu?

Er tölvan farin að hafa skaðleg áhrif á heilsu þína?

Þú ert aukinni áhættu á að ánetjast tölvum ef...

• þú þjáist af kvíða.
• þú glímir við þunglyndi.
• þú ert undir miklu álagi og streitu.
• þú glímir við aðrar fíknir eins og alkóhólisma, lyfjafíkn, kynlífs- og sambandsfíkn ofl.
• þú hefur einangrast félagslega.
• þú ert utangarðs.
• þú átt erfitt með að komast út úr húsi.

Sjá nánar um þessa áhættuþætti hér.

Spurðu sjálfan þig þessara spurninga

Helstu merki þeirra sem þjást af tölvufíkn eða eru að þróa með sér slíka fíkn er að tölvunotkunin hefur neikvæð eða jafnvel skaðleg áhrif á líf þeirra. Skoðaðu þessar spurningar af einlægni. Ef eitthvað af þessu á við þig og þú vilt ná tökum á vandanum, þá skaltu ekki hika við að leita þér hjálpar.
• Notar þú tölvuna hömlulaust?
• Lendir þú ítrekað í því að vera lengur í tölvunni en þú ætlaðir?
• Verða nokkrar mínútur að klukkutímum?
• Pirrast þú auðveldlega ef einhver truflar þig í tölvunni?
• Lendir þú í því að heimilistörf sitja á hakanum vegna tölvunotkunar?
• Þarftu stundum að vinna lengur vegna þess að þú hefur ekki náð að klára verkefni í vinnunni?
• Ertu stundum lengur í vinnunni vegna þess að þú ert á netinu?
• Tilkynnir þú stundum veikindi vegna þess að þú varst of lengi í tölvunni?
• Gerir þú þér stundum upp veikindi vegna þess að þú varst of lengi í tölvunni?
• Hefur tölvunotkun þín neikvæð áhrif á félagslíf þitt?
• Ertu að vanrækja fjölskyldumeðlimi og vini?
• Hefur þú á tilfinningunni að enginn í "raunverulega" lífi þínu, jafnvel maki, skilji þig eins vel og netvinir þínir?
• Fer makinn í taugarnar á þér með nöldri vegna tölvunnar eða snjallsímans?
• Hagræðir þú sannleikanum um tölvunotkun gagnvart fjölskyldu, maka, vinum eða vinnufélögum?
• Notar þú internetið við stressi, leiða, eða til að fullnægja kynþörf eða spennu?
• Hefur þú reynt að minnka tölvunotkunina án árangurs?
• Er tölvunotkunin farin að taka tíma frá svefni?
• Finnur þú fyrir gremju eða reiði þegar einhver fer að skipta sér af tölvunotkun þinni og ætlar jafnvel að setja einhverjar heftandi reglur?
• Hafa einkunnir lækkar hjá þér eða hefur þér farið að ganga verr í vinnunni?
• Er fyrsta verkefni þitt þegar þú kemur heim að fara í tölvuna?
• Finnur þú fyrir óróleika ef þú kemst ekki í tölvuna eða snjallsímann?
• Finnur þú fyrir pirringi þegar netið dettur niður?
• Ertu með tölvuna á heilanum og getur jafnvel ekki talað um annað en það sem er að gerast í tölvunni?
• Hefur tölvan haft neikvæð áhrif á samskipti þín við maka?
• Hefur þú misst samband við vini eða kunningja vegna tölvunnar?
• Hefur þú hætt áhugamálum vegna tölvunnar?
• Hefur heilsunni hrakað vegna tölvunotkunar? T.d. hausverkir eða bakverkir.
• Hefur þú einhverntíman tekið tölvuna fram yfir fjölskyldu, maka, vini, skóla, vinnu eða önnur áhugamál?

Sjálfspróf

Slökktu á öllum samskiptatækjum og annarri afþreyingu (sjónvarp, útvarp ofl.) frá 16:00 á föstudegi til 16:00 á sunnudegi. Þú getur líka byrjað rólega og slökkt bara á snjallsímanum. Haldir þú þetta ekki út, þá er eitthvað að :)