Tölvufíkn

Upplýsingavefur um tölvufíkn

Eitthvað hefur verið talað um að
stofna 12 spora samtök fyrir tölvu-
fíkla og aðstandendur þeirra.
Þorsteinn mun taka þátt í því ef
raunverulegur áhugi er fyrir hendi.
Sjálfur hefur hann þurft að glíma við
matarfíkn svo hann þekkir 12 spora
kerfið og veit hversu gott það reynist
fíklum og aðstandendum þeirra.  

Hafa samband

Ef þú vilt panta fyrirlestur, senda inn fyrirspurn, reynslusögu, umsögn varðandi síðuna eða fyrirlestur, þá endilega hafðu samband.
Öll samskipti fara fram í gegnum tölvupóst.

Panta forvarnarfyrirlestur gegn tölvufíkn

Hægt er að panta fyrirlestur með því að senda póst á . Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.


Senda inn reynslusögu

Eitt mikilvægasta vopnið gegn tölvufíkn og fíkn hverskonar eru reynslusögur þeirra sem eru fíklar sjálfir eða aðstandendur fíkla. Slíkar sögur hjálpa fólki að skilja vandann og oftar en ekki nær lesandinn að tengja sjálfan sig við eina eða fleiri sögur. Ef slík tenging næst margfaldast möguleikarnir á að viðkomandi reyni að takast á við vandann.

Nafnleynd fylgir öllum sögum nema beðið sé um annað. Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram þegar reynslusaga er send inn.

-Aldur
-Staður (ekki heimilsfang)
-Hvenær sagan gerist

Allar reynslusögur sendast á


Senda inn umsögn

Umsögn getur tengst heimasíðunni sjálfri eða fyrirlestri. Viljir þú leggja til málanna skaltu senda tölvupóst á og verður umsögnin birt á viðeigandi stað á síðunni ef talið er að hún geti hjálpað málefninu. Nafnleynd fylgir öllum umsögnum nema beðið sé um annað. Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram þegar umsögn er send inn.

-Staða (t.d. grunnskólanemi, foreldri framhaldsskólanema)
-Staður (ekki heimilsfang)


Senda inn fyrirspurn

Ef þú hefur spurningu varðandi tölvufíkn þá getur þú sent hana á og verður henni svarað eins fljótt og kostur er. Algengar spurningar verða birtar á síðunni. Athugaðu að sá sem svarar er ekki lærður fjölskylduráðgjafi eða sálfræðingur, sem þýðir að hann mun eingöngu svara á almennum nótum þegar spurt er um ráðleggingar vegna vandamála sem fjölskyldur eða einstaklingar glíma við.